Ég heiti Lovísa Tómasdóttir og er klæðskerameistari að mennt. Ég útskrifaðist sem klæðskeri 2015 og kláraði meistaraskólann 2019. Starfsnámið kláraði ég hjá Lilju Björg Rúnarsdóttur í Ellu ehf. Þar kynntist ég hugtakinu slow fashion sem felur í sér að flíkur eru gerðar úr góðum efnum og eiga að endast lengi. Föt eru ekki fjöldaframleidd og laun eru mannsæmandi. Þessi hugmyndafræði heillar mig mikið og reyni ég eftir fremsta megni að fylgja þeim gildum sem eiga heima í slow fashion.

Í fimm ár starfaði ég sem klæðskeri og verslunarstjóri í búðinni Kjólar og Konfekt. Þar öðlaðist ég mikla reynslu í að vinna að flík í samvinnu við viðskiptavini og þar kviknaði einnig áhugi minn á að sauma á sviðslistamenn.

Ég hanna og sauma í stúdíóinu mínu allar þær flíkur sem ég sel. Allt er gert í takmörkuðu upplagi, stundum bara einu eintaki.
Mikið af því sem ég geri er sérsaumur. Þá er flíkin algjörlega gerð eftir þínum málum og saman gerum við draumaflíkina að veruleika.

Ég er staðsett á Köllunarklettsvegi 4 í Reykjavík. Hægt er að senda mér póst til að hitta á mig.

Sendu mér póst